Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að „tollastríð séu góð“ og að Bandaríkin verði af milljörðum dala vegna núverandi fyrirkomulags í milliríkjaviðskiptum.
Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC sem vitnar í færslu forsetans á Twitter. Þar segir hann auk þess að auðvelt muni reynast Bandaríkjunum að sigra tollastríð.
Trump tilkynnti í gær að 25% tollur yrði lagður á innflutt stál og 10% á innflutt ál. Ákvörðunin olli verðlækkunum á hlutabréfamörkuðum í Asíu og Evrópu í dag.
Kanada og Evrópusambandið hafa gefið út að þessum aðgerðum verði svarað í sömu mynt og stjórnvöld í Mexíkó, Kína og Brasilía íhuga viðbrögð.
Bandaríkin flytja inn stál frá fleirum en 100 löndum og nemur innflutningur stáls fjórum sinnum meira magni en útflutningur. Frá síðustu aldamótum hefur innlend framleiðsla á stáli minnkað úr 112 milljónum tonna í 86,5 milljónir og starfsmönnum í iðnaðinum hefur fækkað úr 135 þúsund niður í tæplega 84 þúsund.
When a country (USA) is losing many billions of dollars on trade with virtually every country it does business with, trade wars are good, and easy to win. Example, when we are down $100 billion with a certain country and they get cute, don’t trade anymore-we win big. It’s easy!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 2, 2018