Rannsaka hvort eitrað hafi verið fyrir njósnara

Breska lögreglan rannsakar nú hvort að eitrað hafi verið fyrir …
Breska lögreglan rannsakar nú hvort að eitrað hafi verið fyrir Skripal. AFP

Ser­gei Skripal, sem veitti bresku leyniþjón­ust­unni upp­lýs­ing­ar um rúss­neska leyniþjón­ustu­menn, fannst meðvit­und­ar­laus Bretlandi í gær. Lög­regla rann­sak­ar nú hvort að eitrað hafi verið fyr­ir hon­um.

Skripal er sagður hafa fund­ist meðvit­und­ar­laus á bekk í versl­un­ar­miðstöð í borg­inni Sal­isbury, en Reu­ters frétta­stof­an hef­ur eft­ir heim­ild­ar­manni að Skripal hafi kom­ist í snert­ingu við efni sem ekki hafa verið bor­in kennsl á.

Seg­ir breska lög­regl­an tvo ein­stak­linga, karl á sjö­tugs­aldri og konu á fer­tugs­aldri hafa fund­ist meðvit­und­ar­laus á bekkn­um, en Reu­ters hef­ur eft­ir heim­ilda­manni að maður­inn sé Skripal. Bæði tvö eru sögð liggja al­var­lega veik á bráðadeild og rann­sak­ar lög­regla nú hvort að um ein­hvers kon­ar eit­ur­efni hafi verið að ræða.

Skripal var of­ursti í leyniþjón­ustu rúss­neska hers­ins. Hann var dæmd­ur sek­ur um landráð árið 2006, en var svo hluti af fanga­skipt­um milli Rússa og Breta árið 2010.

Craig Hold­en, starf­andi aðstoðarlög­reglu­stjóri hjá lög­regl­unni í Whilts­hire, seg­ir málið ekki vera rann­sakað sem hryðju­verk, en að lög­regla haldi opn­um huga hvað það varðar.

Sam­skipti breskra og rúss­neskra stjórn­valda hef­ur verið stirð frá því að fyrr­ver­andi KGB starfsmaður­inn og stjórn­ar­and­stæðing­ur­inn Al­ex­and­er Lit­vin­en­ko var myrt­ur með geisla­virku pólon­íumi í London 2006. Úrsk­urðaði bresk rann­sókn­ar­nefnd á þeim tíma að morðið hafi að öll­um lík­ind­um verið framið með heim­ild Vla­dimír Pútíns Rúss­lands­for­seta.

Rúss­nesk stjórn­völd hafa hins veg­ar alla tíð neitað að hafa átt þátt í morðinu.

Rúss­nesk­ur leyniþjón­ustumaður fang­elsaður fyr­ir njósn­ir

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert