Getur verið forseti Kína fyrir lífstíð

Kínverjar hafa numið á brott ákvæði í stjórnarskrá landsins um að forseti geti aðeins setið kjörtímabil. Nú eru engin tímamörk á því hve lengi forseti getur setið og getur Xi Jinping, núverandi forseti landsins, því setið í forsetastóli fyrir lífstíð. Breytingarnar voru samþykktar á kínverska þinginu í dag. BBC greinir frá.

Staða forsetans er gríðarlega sterk, en í október á síðasta ári voru stefna hans og hugsjónir festar í lög. Xi líkist því einræðisherranum Mao Zedong æ meira og hefur hann reyndar verið kallaður Mao 21. aldarinnar. 

Það var í lok febrúar sem kommúnistaflokkurinn lagði til að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá sem takmarkaði setu einstaklings á forsetastóli við tvö fimm ára kjörtímabil, en það hefur verið í gildi síðan í kringum 1990. Xi hefði því þurft að láta af embætti árið 2023, en nú er ljóst að það er ekki stefnan.

Xi fagnaði ákvörðun þingsins í dag.
Xi fagnaði ákvörðun þingsins í dag. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert