Býðst til að segja af sér í kjölfar mótmæla

Robert Fico.
Robert Fico. AFP

Robert Fico, for­sæt­is­ráðherra Slóvakíu, bauðst í dag til að segja af sér en stjórn landsins hefur verið undir mikilli pressu eftir að rann­sókn­ar­blaðamaður­inn Jan Kuciak var tek­inn af lífi á heim­ili sínu í Brat­islava ásamt unn­ustu sinni í lok febrúar.

„Ég fór til forsetans í dag og sagði honum að ég væri tilbúinn að stíga til hliðar,“ sagði Fico nú síðdegis.

„Ef forsetinn samþykkir það er ég tilbúinn að hætta sem forsætisráðherra á morgun,“ bætti hann við.

Kuciak hafði verið að rann­saka spill­ing­ar­mál sem tengd­ist Sósíal-demó­krata­flokkn­um og ít­ölsku mafíunni, en hann var drep­inn áður en um­fjöll­un­in fór til birt­ing­ar.

Lög­regl­an seg­ir dauða Ku­biak „mjög lík­lega“ tengj­ast um­fjöll­un­ar­efni hans. Yf­ir­völd hafa hand­tekið fleiri Ítali úr viðskipta­líf­inu sem voru nafn­greind­ir af Kuciak, en þeir voru látn­ir laus­ir vegna skorts á sönn­un­ar­gögn­um.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka