Finnar allra þjóða hamingjusamastir

Fólk á gangi í Helsinki, höfuðborg Finnlands. Mynd úr safni.
Fólk á gangi í Helsinki, höfuðborg Finnlands. Mynd úr safni. mbl.is/ Eggert Jóhannesson

Finnar eru allra þjóða hamingjusamastir samkvæmt árlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Hafa Finnar þar með tekið toppsætið af Norðmönnum sem hömpuðu titlinum í fyrra.

Ísland, sem sl. 2 ár hefur verið í þriðja sæti á listanum, fellur nú niður í fjórða sæti á meðan Danir taka þriðja sætið. Líkt og mörg undanfarin ár eru það hins vegar Norðurlandaþjóðirnar sem skipa efstu sætin.  

Fimmta sætið skipar Sviss, Holland það sjötta, Kanada það sjöunda, Nýja-Sjáland það áttunda og Svíþjóð það níunda.

Botnsætin á listanum verma hins vegar stríðshrjáð ríki í fjölda Afríkuríkja sunnan Sahara að því er BBC greinir frá. Í ár eru það íbúar Búrúndí sem eru óhamingjusamastir, en í fyrra féll þessi óeftirsóknarverði titill íbúum Mið-Afríkulýðveldisins í skaut.

Rannsóknin mælir hversu hamingjusamir íbúar þessara þjóða telja sig vera og hvers vegna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert