Rússneska utanríkisráðuneytið tilkynnti í morgun að það muni vísa 23 breskum stjórnarerindrekum úr landi á næstu viku. Rússar höfðu áður sagt að þeir ætluðu að svara Bretum í sömu mynt en Bretar greindu frá því á miðvikudag að þeir ætla að vísa 23 rússneskum erindrekum úr landi.
Mikil spenna hefur verið milli landanna eftir að eitrað var fyrir gagnnjósnaranum Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í byrjun mánaðarins.
Bretar og fleiri Vesturveldi telja fullvíst að Rússar standi á bak við árásina en Rússar segja þær ásakanir fáránlegar.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði á fimmtudag að það kæmi ekki annað til greina en að svara Bretum í sömu mynt. Hann sagði ásakanir Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, þess efnis að Rússar bæru ábyrgð á tilræðinu á Skripal-feðginum „brjálæðislegar“.