Pútín fagnaði í Moskvu

Pútín var sigurreifur í Moskvu í kvöld.
Pútín var sigurreifur í Moskvu í kvöld. AFP

Vla­dimír Pútín mun leiða rúss­nesku þjóðina í sex ár í viðbót en hann hefur fengið 75% greiddra atkvæða þegar meira en helmingur atkvæða hefur verið talinn í rússnesku forsetakosningunum.

Pútín hef­ur ým­ist verið for­seti eða for­sæt­is­ráðherra lands­ins frá ár­inu 2000. Helsti keppinautur hans í kosningunum, Al­ex­ei Navalny, fékk ekki að bjóða sig fram vegna fimm ára skil­orðsbund­ins fang­els­is­dóms sem hann hlaut vegna fjár­mála­m­is­ferl­is.

Pútín ávarpaði stuðningsmenn sína í Moskvu í kvöld þar sem hann sagði að fólk hefði tekið eftir því hversu vel hefði gengið undanfarin ár. Forsetinn skellihló þegar hann var spurður hvort hann myndi bjóða sig aftur fram eftir sex ár:

„Þetta er svolítið fyndin spurning. Heldurðu að ég verði hérna þangað til ég er 100 ára? Nei!“ sagði Pútín.

Fjöldi fólks kom saman í höfuðborginni.
Fjöldi fólks kom saman í höfuðborginni. AFP

Pútín hlaut 64% atkvæða í forsetakosningunum árið 2012 og sigur hans því talsvert stærri í ár.

Helsti keppi­naut­ur hans sem fékk að bjóða sig fram, Pavel Grudini, fram­bjóðandi Komm­ún­ista­flokks­ins, er með 13,2% kosn­ingu sam­kvæmt nýjustu tölum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka