Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur í dag gagnrýnt rannsókn Roberts Mueller harðlega en Mueller leiðir rannsókn á meintum afskiptum Rússa af bandarísku forsetakosningunum haustið 2016.
Forsetinn sagði að rannsóknin væri ósanngjörn og hlutdræg og að þeir starfsmenn sem sæju um rannsóknina væru nánast eingöngu Demókratar; margir þeirra stuðningsmenn Hillary Clinton, sem Trump vann í forsetakosningunum.
Why does the Mueller team have 13 hardened Democrats, some big Crooked Hillary supporters, and Zero Republicans? Another Dem recently added...does anyone think this is fair? And yet, there is NO COLLUSION!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 18, 2018
Mueller sjálfur er skráður í Repúblikanaflokkinn.
Þá sendi lögfræðingur forsetans, John Dowd, frá sér yfirlýsingu á föstudag þar sem hann sagði það vera tímabært að rannsókn sérstaks saksóknara á afskiptum Rússa lyki fljótt, enda væri hún spillt.
Jeff Flake, öldungadeildarþingmaður Repúblikana sem oft hefur gagnrýnt Trump, sagði að allt liti út fyrir að forsetinn væri að búa sig undir að reka Mueller.
Andrew McCabe, sem var á föstudagskvöld rekinn sem aðstoðarforstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, hefur afhent þingnefnd sem rannsaka meint afskipti Rússa af bandarísku forsetakosningunum minnisblöð af fundum sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta.
Trump sagði á Twitter að hann hefði sjaldan verið með McCage og hann hefði aldrei skrifað neitt niður þegar þeir voru saman.
Spent very little time with Andrew McCabe, but he never took notes when he was with me. I don’t believe he made memos except to help his own agenda, probably at a later date. Same with lying James Comey. Can we call them Fake Memos?
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 18, 2018