Pútín ætlar að leysa deilumál

Vladimír Pútín á fundi í gær.
Vladimír Pútín á fundi í gær. AFP

Vla­dimír Pútín seg­ist ætla að taka á deilu­mál­um við vest­ur­veld­in nú þegar hann hef­ur verið end­ur­kjör­inn for­seti Rúss­lands. Síðustu vik­ur og mánuði hef­ur Rúss­land ein­angr­ast á alþjóðagrund­velli.

Leiðtog­ar vest­ur­veld­anna voru ekki að flýta sér að óska Pútín til ham­ingju með sig­ur­inn en hann hlaut 77% at­kvæða í kosn­ing­un­um og þar með meiri stuðning en nokkru sinni áður. Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur til að mynda ekki sagt orð um tíðind­in op­in­ber­lega frá því að úr­slit­in urðu ljós á sunnu­dags­kvöld.

Mörg átaka­mál hafa komið upp milli Rúss­lands og annarra ríkja síðustu miss­eri. Skemmst er að minn­ast tauga­eit­ursárás­ar­inn­ar á Skripal-feðgin­in í Bretlandi en stjórn­völd þar í landi telja Rússa hafa staðið á bak við hana. Þá hafa nú banda­rísk stjórn­völd ákveðið að beita Rússa hert­um refsiaðgerðum vegna af­skipta þeirra af kosn­ing­un­um þar í landi árið 2016. 

Pútín neitaði því í gær að hann væri að egna Banda­rík­in til nýs víg­búnaðarkapp­hlaups en í þess­um mánuði af­hjúpaði hann m.a. kjarn­orku­vopn sem hann sagði „ósigrandi“.

„Hvað okk­ur varðar þá mun­um við gera allt sem við get­um svo að deilu­mál við alþjóðlega fé­laga okk­ar verði leyst með póli­tísk­um leiðum,“ sagði Pútín á fundi í gær. „En það þarf ekki að segja það að það þarf tvo til, það er eins og með ást­ina, báðir aðilar þurfa að hafa áhuga, án hans þá verður eng­in ást yfir höfuð.“

Pútín sagði stóra verk­efnið núna að auka lífs­gæði íbúa Rúss­lands m.a. með aukn­um fjár­fest­ing­um í heil­brigðisþjón­ustu, mennt­un og öðrum innviðum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka