Mark Zuckerberg rýfur þögnina

Mark Zuckerberg.
Mark Zuckerberg. AFP

Mark Zucker­berg, for­stjóri Face­book, hef­ur rofið þögn­ina vegna gagna­söfn­un­ar fyr­ir­tæk­is­ins Cambridge Ana­lytica. Hann seg­ir að Face­book hafi gert mis­tök og að sam­fé­lags­miðill­inn verði að bæta sig til að geta tek­ist á við vand­ann.

„Það er á okk­ar ábyrgð að vernda gögn­in og ef við get­um það ekki þá eig­um við ekki skilið að þjóna ykk­ur,“ sagði Zucker­berg, sem var að tjá sig um málið í fyrsta sinn op­in­ber­lega. 

„Ég hef reynt að kom­ast að því hvað gerðist í raun og veru og hvernig hægt er að sjá til þess að þetta ger­ist ekki aft­ur.“

Á Face­book-síðu sinni bætti hann við: „En við gerðum einnig mis­tök og það þarf að vinna áfram við að ráða fram úr vand­an­um. Við þurf­um að bæta okk­ur og gera það.“

Zucker­berg hét því að kynna til sög­unn­ar breyt­ing­ar sem munu gera smá­for­rit­um frá þriðja aðila erfiðara fyr­ir varðandi söfn­un á upp­lýs­ing­um um not­end­ur Face­book.

Hann bætti við að trúnaðarbrest­ur hafi orðið á milli smá­for­rita­hönnuðar­ins Al­eks­andr Kog­an, Cambridge Ana­lytica og Face­book.

Nefndi hann einnig að trúnaðarbrest­ur hafi orðið á milli Face­book og „fólks­ins sem deild­ir göng­un­um sín­um með okk­ur“.

„Ég stofnaði Face­book og þegar allt kem­ur til alls er ég ábyrg­ur fyr­ir því hvað ger­ist hjá okk­ur,“ sagði hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert