Mark Zuckerberg rýfur þögnina

Mark Zuckerberg.
Mark Zuckerberg. AFP

Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook, hefur rofið þögnina vegna gagnasöfnunar fyrirtækisins Cambridge Analytica. Hann segir að Facebook hafi gert mistök og að samfélagsmiðillinn verði að bæta sig til að geta tekist á við vandann.

„Það er á okkar ábyrgð að vernda gögnin og ef við getum það ekki þá eigum við ekki skilið að þjóna ykkur,“ sagði Zuckerberg, sem var að tjá sig um málið í fyrsta sinn opinberlega. 

„Ég hef reynt að komast að því hvað gerðist í raun og veru og hvernig hægt er að sjá til þess að þetta gerist ekki aftur.“

Á Facebook-síðu sinni bætti hann við: „En við gerðum einnig mistök og það þarf að vinna áfram við að ráða fram úr vandanum. Við þurfum að bæta okkur og gera það.“

Zuckerberg hét því að kynna til sögunnar breytingar sem munu gera smáforritum frá þriðja aðila erfiðara fyrir varðandi söfnun á upplýsingum um notendur Facebook.

Hann bætti við að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli smáforritahönnuðarins Aleksandr Kogan, Cambridge Analytica og Facebook.

Nefndi hann einnig að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli Facebook og „fólksins sem deildir göngunum sínum með okkur“.

„Ég stofnaði Facebook og þegar allt kemur til alls er ég ábyrgur fyrir því hvað gerist hjá okkur,“ sagði hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka