Trump óskaði Pútín til hamingju

Donald Trump hringdi í Pútín.
Donald Trump hringdi í Pútín. AFP

 Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta hef­ur óskað Vla­dimír Pútín til ham­ingju með að hafa verið end­ur­kjör­inn for­seti Rúss­lands um síðustu helgi. Trump greindi blaðamönn­um frá því að hann hefði talað við Pútín tveim­ur dög­um eft­ir að kosn­ing­arn­ar fóru fram. 

„Ég varð að hringja í Pútín for­seta og óska hon­um til ham­ingju með kosn­inga­sig­ur­inn,“ sagði Trump. „Sím­talið snér­ist líka um þá staðreynd að við erum lík­lega bráðum að fara að hitt­ast.“

Með því að hringja í Pútín fór Trump gegn ráðlegg­ing­um þjóðarör­ygg­is­ráðgjafa sinna, að því er fram kem­ur í frétt Washingt­on Post um málið. Í frétt Post kem­ur fram að þeir hafi látið Trump fá miða fyr­ir sím­talið þar sem stóð með stór­um stöf­um: EKKI ÓSKA TIL HAM­INGJU.

Banda­ríkja­menn tóku ný­verið þá ákvörðun að beita Rússa refsiaðgerðum vegna af­skipta þeirra af for­seta­kosn­ing­un­um árið 2016. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert