Trump íhugar að neita að skrifa undir

Donald Trump er ekki sáttur við frumvarpið í núverandi mynd.
Donald Trump er ekki sáttur við frumvarpið í núverandi mynd. AFP

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, seg­ir að hann sé að íhuga að neita að skrifa und­ir ný fjár­lög, sem hljóða upp á 1,3 bill­jón­ir dala, og er ætlað í rekst­ur banda­ríska stjórn­kerf­is­ins fram til sept­em­ber. Banda­ríkjaþing samþykkti frum­varpið í dag eft­ir að full­trúa­deild þings­ins lýsti yfir stuðningi til að koma í veg fyr­ir að allt stjórn­kerfið færi í frost.

Trump seg­ir að það skorti á aðgerðir í mál­efn­um inn­flytj­enda, m.a. að það skorti vernd fyr­ir unga inn­flytj­end­ur sem koma til lands­ins ásamt for­eldr­um sín­um með ólög­mæt­um hætti. Þetta kem­ur fram á vef BBC.

Stjórn­kerfið hef­ur lam­ast í tvígang á þessu ári vegna deilna. 

Trump þarf að skrifa und­ir lög­in fyr­ir miðnætti að banda­rísk­um tíma, þ.e. í Washingt­on, til að tryggja það að ríkið fái fjár­magn til að reka sig. 

Trump tjáði sig hins veg­ar um frum­varpið og lýsti yfir áhyggj­um sín­um með færslu á Twitter í morg­un. 

Staðfesti Trump frum­varpið með und­ir­skrift sinni, mun ríkið hafa rekstr­ar­fé til 30. sept­em­ber. 

Banda­rísk­ir þing­menn hafa staðið í ströngu og deilt um frum­varpið vik­um sam­an, en menn hafa átt erfitt með að ná sam­an um mörg lyk­il­mál. 

Í frum­varp­inu er ekki fjallað um ör­lög ungra inn­flytj­enda sem koma til landsíns ásamt for­eldr­um sín­um með ólög­mæt­um hætti. Þessi hóp­ur naut vernd­ar sam­kvæmt Daca-áætl­un­inni sem Trump stöðvaði í haust. 

Trump er einnig ósátt­ur við að í frum­varp­inu sé ekki sett nægj­an­lega mikið fjár­magn til að reisa vegg við landa­mæri Banda­ríkj­anna að Mexí­kó. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka