Frans páfi hvetur ungmenni til dáða

Frans páfi heilsar upp á almenning að lokinni pálmasunnudagsmessu á …
Frans páfi heilsar upp á almenning að lokinni pálmasunnudagsmessu á Péturstorginu. AFP

Frans páfi hvet­ur unga fólkið til að halda áfram að berj­ast og hafa hátt. Þetta kom fram í hátíðarræðu hans í dag, á pálma­sunnu­degi, á Pét­urs­torg­inu í Róm. Sagði hann hlut­verk unga fólks­ins að hafa hátt jafn­vel þegar aðrir þegja. „Freist­ing­in til að þagga niður í ungu fólki hef­ur alltaf verið til staðar,“ sagði páfi. „Það er und­ir ykk­ur komið að láta heyra í ykk­ur.“ Boðskapn­um kom páfinn einnig til skila á Twitter.

Þótt páfi hafi ekki minnst ber­um orðum á mót­mæla­göng­urn­ar March For Our Li­ves sem haldn­ar voru um öll Banda­rík­in í gær má telja ljóst að páfinn hafi beint þess­um orðum sín­um að mennt­skæl­ing­un­um frá Flórída, sem skipu­lögðu kröfu­göng­urn­ar. Þeir krefjast þess að byssu­lög­gjöf Banda­ríkj­anna verði hert.Frans hef­ur lengi verið gagn­rýn­inn á vopna­fram­leiðend­ur og tjáð sig eft­ir skotárás­ir. Árið 2015 ávarpaði hann neðri deild Banda­ríkjaþings og sagði vopnaviðskipti alltaf vera blóði drif­in.

Þá hef­ur hann gagn­rýnt kristna menn sem fjár­festa í vopnaiðnaði og sagt þá hræsn­ara. „Þeir segja eitt og gera annað.“

Margir komu saman í Róm í dag til að hlýða …
Marg­ir komu sam­an í Róm í dag til að hlýða á páfann. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka