Ekki dónalegur, bara franskur

Þjónn að störfum. Dómari segir Rey þurfa að útskýra hvað …
Þjónn að störfum. Dómari segir Rey þurfa að útskýra hvað það er við franska arfleifð hans sem „veldur hegðun sem aðrir mistúlka sem brot á vinnureglum og ásættanlegri hegðun.“ Mynd úr safni. AFP

Fransk­ur þjónn sem var rek­inn úr starfi fyr­ir að vera „óvæg­inn, dóna­leg­ur og ókurt­eis“ seg­ist ekki hafa farið yfir strikið með hegðan sinni – hann sé bara fransk­ur.

Guillaume Rey, sem vann á veit­ingastað í Vancou­ver í Kan­ada, hef­ur höfðað mál gegn fyrr­ver­andi vinnu­veit­anda sín­um fyr­ir mann­rétt­inda­dóm­stól Bresku Kól­umb­íu og seg­ir vinnu­veit­and­ann sek­an um mis­mun­un gegn menn­ingu sinni.

Cara Operati­ons reka veit­ingastaðinn og segja þau Rey hafa brotið gegn siðaregl­um veit­ingastaðar­ins. Hann hafi ekki látið segj­ast þrátt fyr­ir munn­leg­ar og skrif­leg­ar áminn­ing­ar.

Í kæru sinni seg­ir Rey það hluta af menn­ingu Frakka að vera „bein­skeytt­ari og svip­meiri“. Hann hafi verið rek­inn fyr­ir að vera „bein­skeytt­ari og heiðarlegri og fyr­ir starfstengd­an per­sónu­leika sinn“ sem hann hafi öðlast með þjálf­un á frönsk­um veit­inga­stöðum.

Deiluaðilar eru sam­mála um að Rey hafi sinnt störf­um sín­um vel þrátt fyr­ir ógeðfellt viðmót hans.

AFP-frétta­stof­an seg­ir veit­ingastaðinn og fyr­ir­tækið sem rek­ur hann hafa reynt að fá kær­una fellda niður, en dóm­stóll­inn hafi ekki fall­ist á það.

Ekki er enn búið að ákveða hvenær málið verður tekið fyr­ir, en Devyn Cous­ineau, einn dóm­ara dóm­stóls­ins, seg­ir Rey þurfa að út­skýra hvað það er við franska arf­leifð hans sem „veld­ur hegðun sem aðrir mistúlka sem brot á vinnu­regl­um og ásætt­an­legri hegðun“. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert