Ók pallbíl á hóp veislugesta

Pallbíllinn ók inn í hóp fólks sem var að taka …
Pallbíllinn ók inn í hóp fólks sem var að taka þátt í kjötkveðjuhátíð í Luis Cabral hverfinu í Mapútó. Kort/Google

23 lét­ust þegar pall­bíl var ekið inn í hóp veislu­gesta í Ma­pútó, höfuðborg Mósam­bík, um helg­ina. Að sögn lög­reglu virti ökumaður­inn ekki beiðni um­ferðalög­reglu um að stöðva bíl sinn, held­ur ók hann bíln­um á hindr­un og sveigði hon­um því næst inn í hóp fólks sem var að taka þátt í kjöt­kveðju­hátíð í Luis Ca­bral hverf­inu aðfar­arnótt sunnu­dag.

„Ökumaður­inn ók of hratt og virti ekki stöðvun­ar­beiðni lög­reglu,“ sagði Or­lando Mudu­ma­ne talsmaður lög­reglu á fundi með frétta­mönn­um.

Nokkr­um metr­um síðar missti ökumaður­inn stjórn á bíln­um, lenti á hindr­un og olli slys­inu, en mik­ill fjöldi ung­menna var að skemmta sér þar skammt frá.

Ökumaður­inn og farþegi í bíln­um voru meðal hinna látnu. 30 til viðbót­ar eru slasaðir eft­ir at­vikið og eru fimm þeirra lífs­hættu­lega slasaðir að sögn yf­ir­manns sjúkra­húss­ins á staðnum.

Slysið gerðist við þjóðveg þar sem að há­marks­hraði er 60 km/​klst.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

  • Engin mynd til af bloggara Ásgrím­ur Hart­manns­son: Slys
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert