Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að Tyrkir stefni enn að því að verða hluti af Evrópusambandinu.
„Við stefnum enn á aðild að Evrópusambandinu,“ sagði Erdogan á flugvellinum í Istanbúl.
Síðar í dag mun hann funda í Búlgaríu með Donald Tusk, forseta leiðtogaráðs ESB, Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, um málefni Tyrklands.
Erdogan bætti við að stjórnvöld í Ankara, höfuðborg Tyrklands, muni ekki leyfa það að komið verði í veg fyrir rétt þjóðarinnar til aðildar að ESB.
Á síðasta ári sagði Erdogan að Tyrkir þyrftu ekki á Evrópusambandinu að halda en þeir myndu þó ekki ákveða einhliða að slíta aðildarviðræðum. Viðræðurnar hafa staðið yfir í 13 ár.