Rússar svara í sömu mynt

Sergei Lavrov við flutning yfirlýsingarinnar í dag.
Sergei Lavrov við flutning yfirlýsingarinnar í dag. AFP

Utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, segir stjórnvöld í Kreml munu senda úr landi sextíu stjórnarerindreka Bandaríkjanna og loka ræðismannsskrifstofu þeirra í Sankti Pétursborg.

Segir Lavrov í yfirlýsingu að búið sé að upplýsa utanríkisráðherra Bandaríkjanna um aðgerðirnar, en í þeim felst að Rússar reka jafnmarga erindreka úr landi og bandarísk stjórnvöld gerðu fyrr í mánuðinum, en þau lokuðu sömuleiðis ræðismannsskrifstofu Rússa í Seattle.

Bætir ráðherrann við að Rússar muni svara í sömu mynt öllum aðgerðum sem ríki hafa beitt gegn þeim að undanförnu, til stuðnings Bretlandi sem sakað hefur stjórnvöld í Moskvu um hafa eitrað fyrir Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu í Salisbury.

Sakar hann stjórnvöld í Lundúnum um að vera að „neyða alla til að fylgja stefnu gegn Rússlandi“.

Rússar séu þá búnir að biðja um fund hjá Efnavopnastofnuninni á þriðjudag, til að „leiða í ljós sannleikann“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert