Rússar svara í sömu mynt

Sergei Lavrov við flutning yfirlýsingarinnar í dag.
Sergei Lavrov við flutning yfirlýsingarinnar í dag. AFP

Ut­an­rík­is­ráðherra Rúss­lands, Ser­gei Lavr­ov, seg­ir stjórn­völd í Kreml munu senda úr landi sex­tíu stjórn­ar­er­ind­reka Banda­ríkj­anna og loka ræðismanns­skrif­stofu þeirra í Sankti Pét­urs­borg.

Seg­ir Lavr­ov í yf­ir­lýs­ingu að búið sé að upp­lýsa ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna um aðgerðirn­ar, en í þeim felst að Rúss­ar reka jafn­marga er­ind­reka úr landi og banda­rísk stjórn­völd gerðu fyrr í mánuðinum, en þau lokuðu sömu­leiðis ræðismanns­skrif­stofu Rússa í Seattle.

Bæt­ir ráðherr­ann við að Rúss­ar muni svara í sömu mynt öll­um aðgerðum sem ríki hafa beitt gegn þeim að und­an­förnu, til stuðnings Bretlandi sem sakað hef­ur stjórn­völd í Moskvu um hafa eitrað fyr­ir Ser­gei Skripal og dótt­ur hans Yuliu í Sal­isbury.

Sak­ar hann stjórn­völd í Lund­ún­um um að vera að „neyða alla til að fylgja stefnu gegn Rússlandi“.

Rúss­ar séu þá bún­ir að biðja um fund hjá Efna­vopna­stofn­un­inni á þriðju­dag, til að „leiða í ljós sann­leik­ann“.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert