Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt í dag áfram árásum sínum gegn netrisanum Amazon, auk þess að saka blaðið The Washington post, sem er í eigu stofnanda Amazon, um að tala fyrir hagsmunum netfyrirtækisins. Þetta er í annað skiptið á þremur dögum sem forsetinn beinir spjótum sínum að Amazon.
Í vikunni sagði Washington post frá tilraunum um að opna bókhald móðurfélags fyrirtækja Trump, Trump organization. Sagði Trump í framhaldinu að bandaríski pósturinn tapaði stórum upphæðum ár hvert á að senda pakka frá Amazon.
While we are on the subject, it is reported that the U.S. Post Office will lose $1.50 on average for each package it delivers for Amazon. That amounts to Billions of Dollars. The Failing N.Y. Times reports that “the size of the company’s lobbying staff has ballooned,” and that...
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 31, 2018
Í dag bætti Trump við og sagði póstinn tapa að meðaltali 1,5 dollurum fyrir hvern pakka sem sendur væri frá Amazon. Í heildina væru það milljarðar dollara. Þá sagði hann að Washington post ætti að skrá sig sem hagsmunasamtök en ekki dagblað.
Kallaði Trump eftir því að póstburðar „svindlið“ yrði stöðvað og að Amazon myndi greiða raunverulegan kostnað við póstburð sem og skatta, en hann hefur áður gagnrýnt fyrirtækið fyrir að greiða lága skatta.
...does not include the Fake Washington Post, which is used as a “lobbyist” and should so REGISTER. If the P.O. “increased its parcel rates, Amazon’s shipping costs would rise by $2.6 Billion.” This Post Office scam must stop. Amazon must pay real costs (and taxes) now!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 31, 2018