Bretar geta ekki hundsað spurningar Rússa

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands.
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. AFP

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir að bresk stjórnvöld geti ekki hundsað eðlilegar spurningar um taugaeitursárásina á Skripal-feðginin. Hann kallar eftir ítarlegri og ábyrgri rannsókn á málinu.

„Það er ekki mögulegt að hundsa eðlilegar spurningar okkar,“ sagði hann í dag en síðdegis hefur verið boðað til fundar í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þar sem ræða á þá pólitísku deilu sem upp er komin vegna morðtilræðisins.

Bresk stjórnvöld hafa sakað rússnesk stjórnvöld um að standa að baki árásinni á njósnarann fyrrverandi, Sergei Skripal og dóttur hans Yuliu. Þau liggja enn á sjúkrahúsi en Yulia er sögð á batavegi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert