Nokkrir eru látnir og um þrjátíu manns eru slasaðir eftir að bíll keyrði inn í mannfjölda í þýsku borginni Münster í Þýskalandi fyrir skömmu að því er BBC greinir frá. AFP-hefur eftir lögreglunni á staðnum að ökumaðurinn hafi að því loknu tekið eigið líf með því að skjóta sig.
Er hann sagður hafa ekið á litlum flutningabíl inn í mannfjöldann.
Additional photos emerge from scene where driver rammed vehicle into restaurant Grosser Kiepenkerl, in Munster, Germany - leaving three dead and more than 30 injured. pic.twitter.com/OLUbYhsdNI
— Josh Caplan (@joshdcaplan) April 7, 2018
Lögregla biður fólk að halda sig fjarri vettvangi, en atburðurinn átti sér stað í nágrenni Kiepenkerl styttunnar í gamlabænum. Þá er fólk beðið um að vera ekki með getgátur um hvað hafi gerst.
Í vefútgáfu þýska tímaritsins Spiegel segir að yfirvöld í Þýskalandi geri ráð fyrir að um árás sé að ræða, þó ekki sé hægt að staðfesta það að svo stöddu.
12 manns létust í desember 2016 þegar flutningabíl var ekið inn í mannfjölda á jólamarkaði í Berlín.
Fréttin verður uppfærð.