Bandaríkin hafa ekki ákveðið næstu skref

Sarah Sanders, talsmaður Hvíta hússins, ræddi við fjölmiðlafólk í Hvíta …
Sarah Sanders, talsmaður Hvíta hússins, ræddi við fjölmiðlafólk í Hvíta húsinu undir kvöld að íslenskum tíma. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti telur að Bashar al-Assad Sýrlandsforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti beri ábyrgð á eiturefnaárás sem talið er að gerð hafi verið á bæinn Douma í Sýrlandi. Trump er enn að velta fyrir sér næstum skrefum í málinu, samkvæmt yfirlýsingu frá Hvíta húsinu.

„Forsetinn telur að Assad og Rússar beri ábyrgð á árásinni,“ sagði Sarah Sanders, talsmaður Hvíta hússins.

„Allir möguleikar eru til skoðunar,“ sagði Sanders þegra hún var spurð hvort Bandaríkin myndu svara árásinni fljótt. 

Sjálfur hótaði Trump því á Twitter í morgun að Bandaríkin myndu skjóta eldflaugum á Sýrland. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert