Trump ræðir við Macron og May í kvöld

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti á enn eftir að taka „lokaákvörðun“ um viðbrögð Bandaríkjanna við meintri efnavopnaárás í sýrlensku borginni Douma um síðustu helgi. Trump fundaði fyrr í dag með helstu þjóðaröryggisráðgjöfum Bandaríkjanna.

Sarah Sanders, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins, segir að forsetinn muni síðar í kvöld ræða við Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Þar verða næstu skref rædd.

„Forsetinn hefur nýlokið fundi með Þjóðaröryggisráðinu þar sem ástandið í Sýrlandi var rætt. Engin lokaákvörðun hefur verið tekin,“ sagði Sanders.

„Forsetinn mun ræða við Macron og May í kvöld,“ bætti Sanders við.

May hélt neyðarfund í ríkisráði Bretlands í dag en talið er að Bretar muni taka þátt í aðgerðum gegn stjórn Bashars Al-Assads, for­seta Sýr­lands. 

Macron hefur sagt að sönn­un­ar­gögn liggi fyr­ir sem sýni að efna­vopn­um hafi verið beitt í Sýr­landi og að sýr­lensk yf­ir­völd, und­ir stjórn Bash­ar al-Assad, hafi beitt þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert