Bandaríkin telja sig hafa nægar sannanir

Bandarísk stjórnvöld telja að þau geti sýnt fram á að …
Bandarísk stjórnvöld telja að þau geti sýnt fram á að efnavopnum hafi verið beitt í árás á sýrlenska bæinn Douma á laugardag og að sýr­lensk yf­ir­völd, und­ir stjórn Bash­ar al-Assad, hafi beitt þeim. AFP

Stjórnvöld í Bandaríkjunum telja sig hafa nægar sannanir til að sýna fram á að efna­vopn­um hafi verið beitt í Sýr­landi og að sýr­lensk yf­ir­völd, und­ir stjórn Bash­ar al-Assad, hafi beitt þeim.

Heather Nauert, talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, vill þó ekki gefa upp hvenær nákvæmlega sönnunargögnin lágu fyrir. „Árásin átti sér stað á laugardag og við vitum það fyrir víst að um efnavopn var að ræða,“ segir Nauert í samtali við AFP fréttastofuna.

Aðspurð hvort Bandaríkin geti sýnt fram á að Assad og stjórn hans standi á bakvið árásina svaraði Nauert játandi.

Teymi á veg­um alþjóðlegu stofn­un­ar­inn­ar um bann við efna­vopn­um, OPCW, er væntanlegt til Douma um helgina en þeirra hlutverk er ekki að finna þann sem ber ábyrgð á árásinni, þeirra tlilgangur er að rann­saka hvort um efna­vopna­árás hafi verið að ræða þegar árás var gerð á bæinn um helg­ina.

Nauert segir að bandarísk stjórnvöld séu ekki að treysta á niðurstöður OPCW heldur taki mið af sínum eigin rannsóknum. Hún geti ekki gefið frekari upplýsingar upp að svo stöddu þar sem þeir eru flokkaðar sem leynilegar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert