Ekkert mannfall, segja Rússar

Frá borginni Damaskus í Sýrlandi í nótt.
Frá borginni Damaskus í Sýrlandi í nótt. AFP

Varn­ar­málaráðuneyti Rúss­lands sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu í morg­un þar sem full­yrt er að ekk­ert mann­fall hafi orðið í árás­um Breta, Banda­ríkja­manna og Frakka á borg­irn­ar Dam­askus og Homs í Sýr­landi í nótt. 

Á blaðamanna­fundi í Moskvu í morg­un sagði Ser­gei Rudskoi, hers­höfðingi í rúss­neska hern­um, að eng­ar spurn­ir hefðu borist af mannskaða, hvorki á al­menn­um borg­ur­um né liðsmönn­um Sýr­lands­hers. Það væri „ein­stakri hæfni“ her­manna Sýr­lands­hers að þakka, en þeir hefðu verið þjálfaðir af rúss­nesk­um sér­fræðing­um.

103 loft­skeyt­um skotið

Á fund­in­um var sagt að 103 loft­skeyt­um hefði verið skotið í árás­un­um, þar á meðal Toma­hawk-skeyt­um, en eld­flauga­varna­kerfi Sýr­lands­hers, sem er af gerðinni S-200 og er hannað og smíðað af Rúss­um, hefði tek­ist að hindra för 71 skeyt­is. 

Í ljósi þess þyrftu Rúss­ar að end­ur­meta hvort þeir létu Sýr­lands­her fá næstu kyn­slóð kerf­is­ins, S-300, og það gildi um önn­ur lönd sem hafa keypt slík­an búnað af Rúss­um. 

Sjálf­ir nota Rúss­ar S-300 og nýj­ustu út­gáfu kerf­is­ins, S-400 við að verja her­stöðvar sín­ar í Sýr­landi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert