Sjónvarpsmaður á FOX er leyndi kúnni Cohen

Sean Hannity, sjónvarpsmaður á Fox-fréttastofunni, neitar að hafa nýtt sér …
Sean Hannity, sjónvarpsmaður á Fox-fréttastofunni, neitar að hafa nýtt sér lögfræðiþjónustu Michael Cohen, lögfræðings Bandaríkjaforseta. Gögn sem dómstóll í New York hefur undir höndum sýna hins vegar að sú sé raunin. Ljósmynd/Twitter

Dómstóll í New York úrskurðaði í dag að Michael Cohen, lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta, þurfi að gefa upp hver þriðji skjólstæðingur hans er, sem hann hefur hingað til ekki viljað veita upplýsingar um.

Leyndi skjólstæðingurinn reyndist vera sjónvarpsmaðurinn Sean Hannity, fréttaþulur á Fox-sjónvarpsstöðinni og dyggur stuðningsmaður Trumps sem hefur ótal sinnum komið honum til varnar í sjónvarpsþætti sínum. Ekki liggur fyrir hvers vegna Hannity réð Cohen en í yfirlýsingu sem Hannity gaf út í kjölfar dómsins neitar hann alfarið að hafa verið skjólstæðingur Cohen.

Banda­ríska al­rík­is­lög­regl­an FBI gerði hús­leit á skrif­stofu Cohen 9. apríl eft­ir til­vís­un þess efn­is frá Robert Mu­ell­er, sem stýr­ir rann­sókn sér­stakr­ar nefnd­ar á meint­um af­skipt­um Rússa af kosn­inga­bar­áttu for­set­ans árið 2016.

Frétt mbl.is: Húsleit hjá lögfræðingi forsetans

Starfs­menn rann­sókn­ar­inn­ar í New York lögðu hald á trúnaðar­upp­lýs­ing­ar um það sem hef­ur farið fram hjá Cohen og skjól­stæðing­um hans. Í dóminum sem var kveðinn upp í dag var Cohen neitað um þá kröfu sína að saksóknarar fengju ekki aðgang að gögnunum.

Hannity fjallaði um húsleitina í síðustu viku í þætti sínum og sagði hana vera stríðsyfirlýsingu gegn forsetanum.  

Frétt BBC

Michael Cohen, lögfræðingur Donalds Trump.
Michael Cohen, lögfræðingur Donalds Trump. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert