Árásin til að verja heiður alþjóðasamfélagsins

Emmanuel Macron á Evrópuþinginu í dag.
Emmanuel Macron á Evrópuþinginu í dag. AFP

Frakkar Bretar og Bandaríkjamenn gerðu loftárásir á geymslu- eða framleiðslustaði efnavopna Sýrlandshers til að verja heiður alþjóðasamfélagsins. Þetta segir Emmanuel Macron Frakklandsforseti. Hann sagðist þó gera sér grein fyrir því að árásirnar leystu ekki stríðið.

„Þrjú lönd hafa gripið inn í og leyfið mér að vara algjörlega hreinsikilinn; þetta var gert til að verja heiður alþjóðasamfélagsins,“ sagði Macron í varnarræðu sinni á Evrópuþinginu. Forsetinn hvatti Evrópubúa til að standa vörð um lýðræðið.

„Ég vil ekki tilheyra kynslóð svefngengla sem hafa gleymt fortíð sinni,“ sagði hann. „Ég vil tilheyra kynslóð sem velur að verja lýðræðið.“

Í erindi sínu, sem var þrungið tilfinningum, sagði Macron engu líkara en að borgarastríð stæði yfir í Evrópu þar sem þjóðernishyggja og sjálfsdýrkun sé tekið fram yfir það sem sameini íbúa álfunnar. 

Macron er nú staddur í Strassborg við upphaf herferðar sinnar sem miðar að því að efla trú kjósenda á Evrópusambandinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert