Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er ánægður með ákvörðun Kim Jong Un, leiðtoga Norður-Kóreu, um að hætta öllum prófunum á kjarnorkuvopnum eða eldflaugum.
Frétt mbl.is: Norður-Kórea hættir kjarnorkutilraunum
Trump segir á Twitter-síðu sinni að fréttirnar séu afar góðar fyrir Norður-Kóreu og heimsbyggðina alla og segir hann ákvörðunina sýna miklar framfarir.
North Korea has agreed to suspend all Nuclear Tests and close up a major test site. This is very good news for North Korea and the World - big progress! Look forward to our Summit.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 20, 2018
Þá segist hann hlakka til leiðtogafundarins með Kim Jong Un. Mike Pompeo, forstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA, hitti Kim Jong Un á leynilegum fundi í síðustu viku. Fundurinn, sem fór fram í Norður-Kóreu, gekk vel fyrir sig að sögn Trumps og komið var á góðu sambandi. Áætlað er að fundurinn fari fram í maí eða júní.
Frétt mbl.is: Staðfesti fundi Pompeos og Kims