Trudeau: Óttinn má ekki sigra

Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada.
Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada. AFP

 Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanda, hvetur landa sína til að láta óttann ekki yfirtaka líf sitt í kjölfar þess að maður ók viljandi á gangandi vegfarendur í Toronto með þeim afleiðingum að tíu létust og fimmtán særðust. Trudeau kallar árásina „glórulausa“.

„Við megum ekki byrja að lifa í ótta og óvissu hvern dag í okkar hversdagslífi,“ sagði ráðherrann á blaðamannafundi í Ottawa í dag. „Kanadamenn um allt land eru í áfalli og eru sorgmæddir yfir þessari glórulausu árás.“

Trudeau sagði að þrátt fyrir árásina ætti landið áfram að vera opið, frjálst og sátt við sín gildi. „Við verðum að vera svo áfram.“

Sagði hann yfirvöld hafa hafist anda við að greina breyttar aðstæður og að þau myndu gera allt til þess að reyna að tryggja öryggi Kanadamanna. 

Árásarmaðurinn heitir Alek Minassian og er 25 ára. Hann ók sendibíl viljandi á gangstétt og á gangandi vegfarendur á fjölfarinni götu í Toronto í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert