Dæmdur fyrir að skjóta piltinn til bana

Ben Deri, lögreglumaðurinn sem dæmdur var í dag fyrir að …
Ben Deri, lögreglumaðurinn sem dæmdur var í dag fyrir að skjóta ungan Palestínumann til bana. AFP

Ísra­elsk­ur lög­reglumaður var í dag dæmd­ur í níu mánaða fang­elsi fyr­ir að hafa skotið palestínsk­an ung­ling til bana árið 2014. At­vikið var tekið upp á mynd­band sem var því lyk­il­gagn í mál­inu. Dóm­ur­inn var kveðinn upp við dóm­stól í Ísra­el. 

Lög­reglumaður­inn er 24 ára og heit­ir Ben Deri. Hann var einnig dæmd­ur til að greiða fjöl­skyldu fórn­ar­lambs­ins, Nadeem Nuw­arah, bæt­ur. Pilt­ur­inn var sautján ára er hann var skot­inn til bana þann 15. maí árið 2014 í átök­um sem höfðu brot­ist út á milli ísra­elskra her­manna og palestínskra mót­mæla á her­numdu svæðunum á Vest­ur­bakk­an­um. Palestínu­menn­irn­ir höfðu verið að minn­ast þeirra „hörm­unga“ sem stofn­un Ísra­els­ríki árið 1948 hafði haft í för með sér. 

Foreldrar Nadeem Nuwarah sem var skotinn til bana af lögreglumanni …
For­eldr­ar Nadeem Nuw­arah sem var skot­inn til bana af lög­reglu­manni árið 2014. AFP

Hundruð þúsunda Palestínu­manna urðu að flýja heim­ili sín í stríðinu sem braust út í aðdrag­anda stofn­un­ar Ísra­els­rík­is.

Á mynd­bandi sem fréttamaður CNN tók upp í mót­mæl­un­um sást hvar einn maður úr hópi fimm eða sex landa­mæra­varða skaut á unga mann­inn.

Nú nálg­ast enn og aft­ur sá dag­ur, 15. maí, sem mark­ar stofn­un Ísra­els­rík­is. Eins og und­an­far­in ár er von á því að Palestínu­menn muni mót­mæla. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka