Bill Cosby sakfelldur

00:00
00:00

Banda­ríski leik­ar­inn Bill Cos­by var í dag sak­felld­ur í þemur ákæru­liðum, fyr­ir kyn­ferðisof­beldi, fyr­ir dóm­stóli í Banda­ríkj­un­um. Var hann sak­felld­ur fyr­ir að hafa byrlað Andr­eu Constand lyf fyr­ir 14 árum og brotið kyn­ferðis­lega gegn henni.

Fram kem­ur í frétt­inni að Cos­by, sem er átt­ræður að aldri, gæti staðið frammi fyr­ir því að verja því sem eft­ir er af ævi sinni á bak við lás og slá. Of­beldið gegn Constand átti sér stað á setri Cos­bys í Fíla­delfíu í janú­ar árið 2004.

Constand var í dómsaln­um í Norristown, skammt utan við Fíla­delfíu-borg. Kviðdóm­ur­inn hafði fundað um málið í sam­an­lagt 14 klukku­stund­ir á und­an­förn­um tveim­ur dög­um áður en hann komst að niður­stöðu.

Cos­by vísaði því á bug að hann væri sek­ur um að hafa brotið gegn Constand og sagði hana sér­fræðing í blekk­ing­um sam­kvæmt frétt breska rík­is­út­varps­ins BBC.

Þetta er fyrsti dóm­ur­inn í rétt­ar­höld­um yfir Cos­by vegna ásak­ana um kyn­ferðis­brot, en fjöldi kvenna hef­ur sakað hann um slík brot og ná ásak­an­irn­ar yfir langt tíma­bil.

Bill Cosby á leið í dómsal í dag.
Bill Cos­by á leið í dómsal í dag. AFP
AFP
Kathleen Bliss og Tom Mesereau, verjendur Cosbys, koma til dómhússins …
Kat­hleen Bliss og Tom Mes­ereau, verj­end­ur Cos­bys, koma til dóm­húss­ins í dag. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert