Nemendur köstuðu upp í skólanum

Dós af Oskars surströmming mynduð utandyra en þar telja margir …
Dós af Oskars surströmming mynduð utandyra en þar telja margir Norðmenn fisk þennan best geymdan. Árið 2014 komst það í fréttir í Noregi þegar 24 ára gömul dós af surströmming fannst og var opnuð en nærstöddum lá þá við yfirliði af fnyk. Ljósmynd/Wikipedia.org

Mál fimmtán ára gam­als nem­anda við grunn­skól­ann í Vest­by, sunn­an við Ósló, hef­ur vakið tölu­verða at­hygli ný­verið en þar deil­ir faðir nem­andans við skóla­stjór­ann Mari­anne Thor­vald­sen um brott­vís­un drengs­ins úr skóla, í máli sem skömmu áður hafði verið form­lega lokið með af­sök­un­ar­beiðni.

Nem­andinn vann sér það til sak­ar að mæta í skól­ann eft­ir páskafrí með dós af sænska fisk­rétt­in­um sur­strömm­ing og opna hana þar. Fisk­ur þessi, sem er í raun síld en geng­ur und­ir nafn­inu strömm­ing sé hann veidd­ur norðan við bæ­inn Kristianop­el í Karlskrona, er væg­ast sagt um­deild­ur meðal Norðmanna sem kalla þó ekki allt ömmu sína þegar kem­ur að lykt- og bragðmikl­um fiski. Án þess að fara ít­ar­lega út í fram­leiðsluaðferðir sænsku síld­ar­inn­ar er hún fyrst lát­in gerj­ast og byrja að rotna en síðar í ferl­inu koma við sögu próp­an­sýra, smjör­sýra og ed­ik­sýra. 

Ein­hver handa­gang­ur varð í öskj­unni í skól­an­um í Vest­by og endaði eitt­hvað af síld­inni á gólf­um þar og lyktaði gerv­allt hús­næðið fljót­lega. Nem­end­ur skól­ans kvörtuðu yfir ógleði og al­mennri van­líðan og köstuðu að minnsta kosti tveir upp. Sá skóla­stjóri sitt óvænna, rýmdi skól­ann og vísaði öll­um nem­end­um, 356 að tölu, heim áður en tókst að ljúka kennslu þann dag­inn.

Lít­ill sómi að stjórn­andi mennta­stofn­un­ar ljúgi að blöðunum

Hlaut nem­andinn ákúr­ur frá Thor­vald­sen skóla­stjóra og var gert að þrífa upp síld­ina auk þess sem ræst­inga­fólk skól­ans þreif all­an vett­vang­inn hátt og lágt á meðan loftað var út svo sem hægt var. Varð það að lok­um sam­komu­lag drengs og skóla­stjóra að ein­föld af­sök­un­ar­beiðni hins seka yrði tek­in gild og mál­inu þar með lokið.

Þegar dreng­ur­inn mætti í skól­ann dag­inn eft­ir var hins veg­ar komið annað hljóð í strokk­inn og hon­um gert ljóst að síld­ar­at­vikið kostaði hann tveggja daga brott­vís­un úr skól­an­um, enda sam­nem­end­um hans mik­ill miski gerður.

Þetta þóttu föður drengs­ins ill tíðindi og hóf­ust þar með deil­ur sem að minnsta kosti fimm norsk­ir fjöl­miðlar hafa fjallað um síðustu daga, þar á meðal dag­blaðið VG sem hef­ur und­ir hönd­um skrif­lega brott­vís­un frá skóla­stjóra, dag­setta sama dag og skóla­stjóri lauk mál­inu munn­lega eft­ir að strák­ur baðst af­sök­un­ar.

Hafa hvort tveggja VG og staðardag­blaðið Vest­by Avis hringt ít­rekað í Thor­vald­sen og boðið henni að skýra mál sitt en skóla­stjóri seg­ir ekki um op­in­bert mál að ræða og neit­ar að tjá sig um hvort hún hafi lofað því munn­lega að drengn­um yrði ekki gerð refs­ing. „Það eina sem ég get sagt ykk­ur núna er að ég hef ekk­ert að segja,“ voru loka­orð henn­ar við blaðamann VG.

„Það er lít­ill sómi að því að stjórn­andi mennta­stofn­un­ar, sem ætlað er að inn­ræta börn­um heiðarleika og góða siði, ljúgi að blöðunum,“ seg­ir faðir drengs­ins sem stend­ur fast á því að skrif­leg áminn­ing hefði þurft að vera und­an­fari brottrekst­urs úr skóla.

Skóla­stjóri bauðst í gær til þess að veita helm­ingsafslátt af refs­ing­unni og vísa drengn­um aðeins einn dag úr skól­an­um en faðir­inn seg­ist ekki vilja fall­ast á þá mála­miðlun og hyggst áfrýja mál­inu til skóla­nefnd­ar Vest­by veiti Thor­vald­sen ekki fulla náðun.

Aðrar frétt­ir um málið en vísað hef­ur verið til:

Frá VG

Frá Af­ten­posten

Frá Moss Avis

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert