Átök milli Sýrlandshers og sveita sem Bandaríkjamenn styðja

Oft hefur komið til átaka í Deir Ezzor síðustu misseri …
Oft hefur komið til átaka í Deir Ezzor síðustu misseri en sjaldan milli stjórnarhermanna og uppreisnarmanna sem njóta stuðnings Bandaríkjahers. AFP

Til átaka kom milli stjórn­ar­hers Sýr­lands og herliða studd­um af Banda­ríkja­mönn­um í aust­ur­hluta lands­ins í dag. Sex her­menn úr röðum banda­manna féllu að því er eft­ir­lits­sam­tök­in Syri­an Observatory for Hum­an Rights segja. 

Rík­is­fjöl­miðill­inn SANA seg­ir að stjórn­ar­her­inn hafi náð völd­um í fjór­um þorp­um af her­sveit­um upp­reisn­ar­manna sem njóta stuðnings Banda­ríkja­hers. Þorp­in eru í Deir Ezzor-héraði en þar hafa banda­lags­sveit­ir Kúrda bar­ist gegn víga­mönn­um Rík­is íslams. 

Upp­reisn­ar­her­ir, með stuðningi Banda­ríkj­anna, og sýr­lenski stjórn­ar­her­inn, með stuðningi Rússa, standa báðir í hernaði gegn víga­mönn­um Rík­is íslams á svæðinu.

Þess­ar sveit­ir hafa gert sér far um að kom­ast hjá átök­um sín á milli og hafa ákveðnar óform­leg­ar lín­ur verið dregn­ar á milli þeirra svæða sem bar­ist er á. Því eru átök­in í dag óvenju­leg. 

Að sögn tals­manns Syri­an Observatory for Hum­an Rights hef­ur stjórn­ar­her­inn viljað standa vörð um yf­ir­ráð sín í borg­inni Deir Ezzor og haldið upp­reisn­ar­mönn­um fá henni. Talsmaður upp­reisn­ar­sveit­anna seg­ir að í dag hafi komið til skot­b­ar­daga milli þeirra og stjórn­ar­her­manna. „Sýr­lenski stjórn­ar­her­inn ásamt skæru­liðahóp­um hóf að ráðast á okk­ar her­sveit­ir í sveit­um Deir Ezzor,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu upp­reisn­ar­manna og þeirra banda­manna. 

Meira en 350 þúsund manns hafa týnt lífi í stríðinu í Sýr­landi sem nú hef­ur staðið í yfir sjö ár. Staðan í land­inu er mjög flók­in. Það berj­ast marg­ir og ólík­ir hóp­ar gegn stjórn­ar­hern­um sem aft­ur nýt­ur stuðnings Rússa sem og ým­issa skæru­liðahópa. Sam­eig­in­lega hafa þess­ar fylk­ing­ar að mestu unnið gegn upp­gangi víga­manna Rík­is íslams og sá ár­ang­ur náðst að flest­ir þeirra hafa hörfað. Enn eru þeir þó til staðar á þess­um slóðum, þ.e. í aust­ur­hluta lands­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert