Vaknaði úr dái á síðustu stundu

Trenton McKinley höfuðkúpubrotnaði og hlaut alvarlegan heilaskaða þegar hann féll …
Trenton McKinley höfuðkúpubrotnaði og hlaut alvarlegan heilaskaða þegar hann féll af kerru sem var tengd aftan við bíl. Öllum að óvörum vaknaði hann úr dáinu þegar slökkva átti á öndunarvélinni. Ljósmynd/Facebook

For­eldr­ar 13 ára drengs sem hlaut al­var­leg­an heilaskaða eft­ir slys voru bún­ir að skrifa und­ir papp­íra þess efn­is að slökkt yrði á önd­un­ar­vél son­ar­ins og líf­færi hans gef­in til þeirra sem á þeim þyrftu að halda þegar hið ótrú­lega gerðist: Son­ur­inn komst aft­ur til meðvit­und­ar.

Trent­on McKinley höfuðkúpu­brotnaði og hlaut al­var­leg­an heilaskaða þegar hann féll af kerru sem var tengd aft­an við bíl. Slysið átti sér stað í mars.

Lækn­ar höfðu tjáð for­eldr­um Trent­on að hon­um væri ekki hugað líf en líf­færi hans gætu bjargað lífi fimm barna. „Við sögðum já, það þýddi einnig að hon­um yrði haldið á lífi aðeins leng­ur til að und­ir­búa hann fyr­ir líf­færa­gjöf­ina,“ seg­ir Jenni­fer Reindl, móðir Trent­on.

Degi áður en slökkva átti á önd­un­ar­vél­inni sýndi Trent­on hins veg­ar merki um heil­a­starf­semi og stuttu seinna vaknaði hann. Nú, um mánuði síðar, sýn­ir hann merki um bata. „Frá engri heil­a­starf­semi yfir í að tala, ganga, lesa og reikna. Þetta er krafta­verk,“ seg­ir móðir Trent­ons.

„Ég skall í steyp­una og kerr­an lenti ofan á höfðinu á mér,“ seg­ir Trent­on í sam­tali við Fox-sjón­varps­stöðina. Að öðru leyti man hann ekk­ert eft­ir slys­inu.

Trent­on glím­ir við mikla tauga­verki og fær floga­köst. Hann hef­ur þegar geng­ist und­ir nokkr­ar aðgerðir og þarf einnig að fara í aðgerð þar sem höfuðkúpa hans verður sett sam­an á ný. Móðir hans seg­ir hann verða sterk­ari með hverj­um deg­in­um en ljóst er að bata­ferlið verður langt og strangt. 

„Það er eng­in önn­ur út­skýr­ing en Guð. Það er eng­in önn­ur leið. Jafn­vel lækn­arn­ir segja það,“ seg­ir Trent­on.

Frétt BBC.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert