Ísraelsher gerði tvær flugskeytaárásir suður af Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Sýrlensku mannréttindavaktinni létu að minnsta kosti ellefu manns lífið í árásunum, þar af tveir almennir borgarar og níu hermenn. Hermennirnir eru liðsmenn Byltingarvarðliðsins í Íran en árásin beindist að vopnageymslum þess.
Árásin var gerð stuttu eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýstir því yfir að Bandaríkin ættu ekki lengur hlutdeild í kjarnorkusamkomulagi við Íran sem undirritað var árið 2015. Auk þess sagði Trump að Bandaríkin myndu beita Írani þyngstu mögulegu viðskiptaþvingunum.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, styður aðgerðir Trumps heilshugar.