11 látnir í árás Ísraelshers í Sýrlandi

Sýrlenska fréttastofan SANA greinir frá árásum Ísraelshers á Sýrland í …
Sýrlenska fréttastofan SANA greinir frá árásum Ísraelshers á Sýrland í kvöld. AFP

Ísraelsher gerði tvær flugskeytaárásir suður af Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í kvöld. Samkvæmt upplýsingum frá Sýrlensku mannréttindavaktinni létu að minnsta kosti ellefu manns lífið í árásunum, þar af tveir almennir borgarar og níu hermenn. Hermennirnir eru liðsmenn Byltingarvarðliðsins í Íran en árásin beindist að vopnageymslum þess.

Árásin var gerð stuttu eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýst­ir því yfir að Banda­rík­in ættu ekki leng­ur hlut­deild í kjarn­orku­sam­komu­lagi við Íran sem und­ir­ritað var árið 2015. Auk þess sagði Trump að Banda­rík­in myndu beita Írani þyngstu mögu­legu viðskiptaþving­un­um.

Benjam­in Net­anya­hu, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, styður aðgerðir Trumps heils­hug­ar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka