Átta börn á meðal hinna látnu

Palestínskur drengur heldur á þjóðfánanum á Gaza í dag.
Palestínskur drengur heldur á þjóðfánanum á Gaza í dag. AFP

Átta börn und­ir sex­tán ára aldri eru á meðal þeirra sem hafa lát­ist í átök­um á Gaza í dag. Þetta seg­ir sendi­herra Palestínu­manna hjá Sam­einuðu þjóðunum.

Palestínu­menn hafa mót­mælt harðlega opn­un banda­ríska sendi­ráðsins í Jerúsalem og skutu ísra­elsk­ar leyniskytt­ur í morg­un á mót­mæl­end­ur.

Riyad Mansour.
Riyad Man­sour. AFP

„Við for­dæm­um af öllu afli þess­um grimmd­ar­verk­um ísra­elskra her­manna sem hafa beitt skot­vopn­um gegn al­menn­um borg­ur­um sem hafa full­an rétt til friðsam­legra mót­mæla – og þeir hafa verið að mót­mæla á friðsam­leg­an hátt,“ sagði sendi­herr­ann Riyad Man­sour.

Hann sagði að 45 Palestínu­menn væru látn­ir og að yfir 2.000 manns hefðu særst.

Heil­brigðisráðuneytið á Gaza greindi skömmu síðar frá því að látn­ir væru nú komn­ir upp í 52.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert