Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sakar ísraelsk stjórnvöld um að hafa framið þjóðarmorð eftir að hersveitir Ísraela drápu að minnsta kosti 55 Palestínumenn á Gaza.
„Ísrael er ríki óttans,“ sagði Edrogan við tyrkneska nemendur í London í ræðu sem var sýnd í ríkissjónvarpinu í Tyrklandi.
„Ísrael hefur framið þjóðarmorð. Ég fordæmi þennan mannlega harmleik og þjóðarmorð, hvaðan sem þetta kemur, frá Ísrael eða Bandaríkjunum,“ bætti hann við.
Bekir Bozdag, aðstoðarforsætisráðherra Tyrklands, sagði jafnframt við blaðamenn í borginni Ankara að Tyrkland ætli að draga sendiherra sína frá Bandaríkjunum og Ísrael „til að ráðfæra sig við þá“ eftir atburði dagsins á Gaza.
Raj Shah, talsmaður Hvíta hússins, sagði á blaðamannafundi fyrr í dag að Hamas-samtökin bæru ábyrgð á dauðsföllunum. „Hamas er vísvitandi að ögra til að fá fram þessi viðbrögð,“ sagði hann. „Ísrael hefur rétt til að verja sig.“
WH Deputy Press Sec. Raj Shah asserts responsibility for Gaza deaths "rests squarely with Hamas" and adds "Israel has the right to defend itself." https://t.co/w280gR3fnu pic.twitter.com/Mc0rhdVE2O
— NBC News (@NBCNews) May 14, 2018