Trump heitir því að finna uppljóstrara

Donald Trump á lóð Hvíta hússins.
Donald Trump á lóð Hvíta hússins. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur heitið því að losa sig við þá ein­stak­linga sem leka upp­lýs­ing­um úr Hvíta hús­inu og seg­ir þá vera „svik­ara og hug­leys­ingja“ í tísti sínu á Twitter.

„Þess­ir svo­kölluðu lek­ar sem hafa komið úr Hvíta hús­inu eru svaka­lega ýkt­ir og sett­ir í loftið af fals­fréttamiðlum til að reyna að láta okk­ur líta eins illa út og mögu­legt er,“ skrifaði Trump.

„Að því sögðu þá eru upp­ljóstr­ar­ar svik­ar­ar og gung­ur og við mun­um kom­ast að því hverj­ir þeir eru!“

Fjöl­miðlar hafa und­an­farna daga greint frá því að aðstoðarmaður í Hvíta hús­inu hafi sagt að andstaða öld­unga­deild­arþing­manns­ins Johns McCain við for­setafram­bjóðanda skipti engu máli vegna þess að McCain sé „hvort sem er að deyja“.

McCain, sem er 81 árs og var pyndaður sem stríðsfangi í Víet­nam­stríðinu, glím­ir við krabba­mein í heila.

Þó nokkr­ir emb­ætt­is­menn hafa greint frá því op­in­ber­lega að Kelly Sa­dler, aðstoðarmaður í fjöl­miðladeild Hvíta húss­ins, hafði sagt þetta á starfs­manna­fundi.

Hvíta húsið hef­ur sagt að tek­ist hafi verið á við málið inn­an­húss.

John McCain.
John McCain. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert