Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heitið því að losa sig við þá einstaklinga sem leka upplýsingum úr Hvíta húsinu og segir þá vera „svikara og hugleysingja“ í tísti sínu á Twitter.
„Þessir svokölluðu lekar sem hafa komið úr Hvíta húsinu eru svakalega ýktir og settir í loftið af falsfréttamiðlum til að reyna að láta okkur líta eins illa út og mögulegt er,“ skrifaði Trump.
„Að því sögðu þá eru uppljóstrarar svikarar og gungur og við munum komast að því hverjir þeir eru!“
The so-called leaks coming out of the White House are a massive over exaggeration put out by the Fake News Media in order to make us look as bad as possible. With that being said, leakers are traitors and cowards, and we will find out who they are!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 14, 2018
Fjölmiðlar hafa undanfarna daga greint frá því að aðstoðarmaður í Hvíta húsinu hafi sagt að andstaða öldungadeildarþingmannsins Johns McCain við forsetaframbjóðanda skipti engu máli vegna þess að McCain sé „hvort sem er að deyja“.
McCain, sem er 81 árs og var pyndaður sem stríðsfangi í Víetnamstríðinu, glímir við krabbamein í heila.
The Trump administration is trying to turn the McCain death joke into a 'leak' scandal | Analysis by @CillizzaCNN https://t.co/XFMq1CtQkG pic.twitter.com/T0XaZXKW4G
— CNN (@CNN) May 14, 2018
Þó nokkrir embættismenn hafa greint frá því opinberlega að Kelly Sadler, aðstoðarmaður í fjölmiðladeild Hvíta hússins, hafði sagt þetta á starfsmannafundi.
Hvíta húsið hefur sagt að tekist hafi verið á við málið innanhúss.