Arababandalagið krefst rannsóknar

Ahmed Abul Gheit, til vinstri, ræðir við utanríksráðherra Sádi-Arabíu, Adel …
Ahmed Abul Gheit, til vinstri, ræðir við utanríksráðherra Sádi-Arabíu, Adel al-Jubeir . AFP

Ar­ab­a­banda­lagið hef­ur óskað eft­ir því að alþjóðleg rann­sókn fari fram á meint­um glæp­um ísra­elskra her­sveita gegn Palestínu­mönn­um eft­ir fjölda­mót­mæli á Gaza þar sem tug­ir mót­mæl­enda voru drepn­ir.

Tug­ir þúsunda hafa mót­mælt við landa­mæri Gaza og Ísra­els síðan 30. mars. Þess hef­ur verið kraf­ist að palestínsk­ir flótta­menn fái að snúa aft­ur til heim­ila sinna sem núna eru í Ísra­el.

Fjöl­menn­ustu mót­mæl­in voru hald­in á sama tíma og Banda­rík­in fluttu sendi­ráð sitt frá Tel Aviv til Jerúsalem á mánu­dag­inn. Þá drápu her­sveit­ir Ísra­ela um 60 Palestínu­menn.

„Við för­um fram á mark­tæka alþjóðlega rann­sókn á glæp­un­um sem voru framd­ir af her­námsliðinu,“ sagði Ah­med Abud Gheit, yf­ir­maður banda­lags­ins, á fundi með ut­an­rík­is­ráðherr­um ar­ab­a­ríkja í Kaíró.

Bret­ar hvöttu fyrr í vik­unni til óháðrar rann­sókn­ar á at­b­urðunum á Gaza. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert