Harkan í ósamræmi við mótmælin

Palestínumenn sem tóku þátt í mótmælunum leita skjóls er Ísraelsher …
Palestínumenn sem tóku þátt í mótmælunum leita skjóls er Ísraelsher hóf að beita táragasi á mannfjöldann á Gaza. AFP

Það vald sem Ísra­el­ar beittu gegn mót­mæl­un­um á Gaza var í engu sam­ræmi við mót­mæl­in sem kostuðu rúm­lega hundrað manns lífið. Þetta sagði mann­rétt­inda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, Zeid Raad Al Hus­sein, á fundi Sam­einuðu þjóðanna sem skoða nú hvort hefja eigi óháða rann­sókn á mál­inu.

Sagði Zeid Gaza­búa í raun vera „lokaða inni í eitruðu fá­tækra­hverfi“ og að binda verði enda á her­töku Ísra­els­manna á Gaza.

Sendi­herra Ísra­els hjá Sam­einuðu sagði her­skáa íslam­ista á Gaza hins veg­ar vilj­andi hafa komið al­menn­ingi í hættu­leg­ar aðstæður.

Um 60 Palestínu­menn voru drepn­ir af her­sveit­um Ísra­ela á mánu­dag og hafa ekki jafn marg­ir lát­ist í átök­um Ísra­ela og Palestínu­manna á ein­um degi frá ár­inu 2014. Yfir 2.400 eru særðir. Meðal þeirra látnu eru átta börn yngri en 16 ára. 

Mót­mælt hef­ur verið í fleiri vik­ur, en skipu­lögð mót­mæli hafa verið hald­in á hverj­um föstu­degi í þrjár vik­ur á fleiri stöðum við landa­mærag­irðingu milli Ísra­els og Gaza.

Reyna ekki að draga úr mann­falli

Zeid sagði þann mikla mun sem væri á fjölda særðra og fall­inna Ísra­ela og Palestínu­manna sýna hversu ofsa­feng­in viðbrögð Ísra­els­hers væru.

Greint hafi verið frá því að ísra­elsk­ur hermaður hafi særst lít­il­lega við að fá í sig stein á mánu­dag að meðan að 43 Palestínu­menn voru drepn­ir á mót­mæla­stöðunum. 17 Palestínu­menn til viðbót­ar voru drepn­ir á stöðum sem Zeid lýsti sem „heit­um reit­um“.

Litl­ar vís­bend­ing­ar væru um að Ísra­el­ar hefðu reynt að draga úr mann­falli og aðgerðir Ísra­ela gætu verið flokkaðar sem „vís­vit­andi dráp“ sem sé al­var­legt brot á Genfarsátt­mál­an­um.

Kvaðst Zeid styðja það að „alþjóðleg óháð og hlut­laus“ rann­sókn yrði gerð á of­beld­inu á Gaza og að „þeim sem bera ábyrgð á of­beld­inu verði gert að sæta ábyrgð.“

„Her­nám­inu verður að ljúka,“ sagði hann. „Þannig að íbú­ar Palestínu geti verið frelsaðir frá því og svo íbú­ar Ísra­els geti verið frelsaðir frá því. Bindið enda á her­námið og of­beldið og óör­yggið mun að stærst­um hlut hverfa.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert