Mannskæð skotárás átti sér stað í framhaldsskóla í Santa Fe í Texas í dag að sögn fréttastofu CNN. BBC segir átta manns hið minnasta hafa farist. Lögregla í Harris County staðfesti að lögreglumenn væru að aðstoða í „mannskæðu atviki“ en hefur ekki enn staðfeste fjölda látinna.
„Það er ekki lengur verið að skjóta og nú verið að sinna hinum særðu,“ var tilkynnt á Twitter-síðu lögreglunnar.
Skólayfirvöld segja atvikinu ekki lokið. Ed Gonzales hjá lögreglu Harris County staðfesti við CNN að tveir séu nú í haldi lögreglu vegna árásarinnar.
On the scene now. No longer an active situation. Personnel treating the injured. Info is still preliminary, but there are multiple casualties. @HCSOTexas is on the scene with other law enforcement assisting in the search of the school.
— Ed Gonzalez (@SheriffEd_HCSO) May 18, 2018
Árásin átti sér stað í skóla sem er um 50 km suðaustur af borginni Houston og hafa vitni lýst því hvernig nemendur hafi hlaupið frá skólanum er skotin heyrðust. Þá hafi einnig heyrst í viðvörunarbjöllum í skólanum.
Atburðarrásin sjálf virðist hins vegar ekki vera ljós, en vitni hafa þó sagt mann hafa gengið með haglabyssu inn í stofu þar sem myndlistakennsla var í gangi og hafa byrjað að skjóta. Ekki liggur fyrir hvort árásarmaðurinn hafi verið nemandi í skólanum.
Einn lögreglumaður er sagst hafa særst í árásinni.
BREAKING: Multiple people were killed and an officer was wounded during a shooting at Santa Fe High School in Texas https://t.co/mrgZLigwCH pic.twitter.com/qMuH0r17wN
— New York Daily News (@NYDailyNews) May 18, 2018
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur þegar tjáð sig um atvikið á Twitter. „Fyrstu fréttir lofa ekki góðu. Guð blessi okkur öll!“ sagði Trump á Twitter.
School shooting in Texas. Early reports not looking good. God bless all!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 18, 2018
Þetta er þriðja skotárásin á skóla í Bandaríkjunum undanfarna viku og 22 skotárásin það sem af er þessu ári. Aukin umræða skapaðist um herta skotvopnalöggjöf í landinu í kjölfar skotárásar á skóla í Parkland í Flórída í febrúar sem kostaði 17 manns lífið.