Þyrlur voru notaðar til að bjarga fjórum íbúum sem voru innlyksa milli hrauntungna sem komið hafa upp úr eldfjallinu Kilauea á Hawaii, degi eftir að mikil sprenging varð í fjallinu og gríðarlegur gosmökkur steig til himins.
Hrauntaumarnir hafa nú einangrað um fjörutíu hús á svæðinu en björgun fjögurra íbúa, sem þar voru staddir, tókst vel.
Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna segir að hraunið renni á miklum hraða eða um 300-400 metra á hverjum klukkutíma.
Kilauea er eitt virkasta eldfjall í heimi og eitt fimm eldfjalla sem eru á Stóru-Eyju Hawaii.