Segir að vopna þurfi kennara

Dan Patrick, vararíkisstjóri í Texas.
Dan Patrick, vararíkisstjóri í Texas. AFP

Vara­rík­is­stjóri í Texas seg­ir að vopna þurfi fleiri kenn­ara með byss­um til að tak­ast á við byssu­menn sem gera árás­ir á nem­end­ur. Ef það væru „fjór­ar til fimm byss­ur á móti einni“ væri staðan betri.

Dan Pat­rick lét þessi orð falla tveim­ur dög­um eft­ir að tíu manns féllu í skotárás í Santa Fe-fram­halds­skól­an­um í Texas. Í þeim skóla var einn vopnaður ör­ygg­is­vörður.

Pat­rick hef­ur fyrr sagt að á skól­um séu „of marg­ir inn­gang­ar og of marg­ir út­gang­ar“ og skoða ætti skipu­lag þeirra.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem stjórn­mála­maður legg­ur til að kenn­ar­ar beri skot­vopn. Eft­ir að sautján manns lét­ust í skotárás í skóla í Flórída í fe­brú­ar lagði Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti til að kenn­ar­ar fengju bón­us­greiðslur ef þeir bæru byss­ur. Hann út­skýrði mál sitt svo á Twitter þar sem hann skrifaði að aðeins bestu 20% kenn­ara“ - þeir sem væru með herþjálf­un eða sér­staka þjálf­un - ættu að hafa leyfi til að bera byss­ur.

Pat­rick, sem einnig er re­públi­kani, sagði í sam­tali við banda­ríska fjöl­miðla um málið að besta leiðin til að stöðva bys­su­m­ann væri „með byssu“. Enn betra væri ef það væru „fjór­ar til fimm byss­ur á móti einni“.

Frétt BBC um málið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka