Livingstone úr Verkamannaflokknum

Ken Livingstone.
Ken Livingstone. AFP

Fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri London, höfuðborg­ar Bret­lands, Ken Li­ving­st­one, til­kynnti í dag að hann hefði sagt sig úr breska Verka­manna­flokkn­um. Li­ving­st­one var rek­inn úr flokkn­um árið 2016 vegna ásak­ana um gyðinga­andúð og seg­ir hann í til­kynn­ingu sinni í dag að vegna þess væri vera hans í Verka­manna­flokks­ins notuð til þess að beina at­hygl­inni frá öðrum mál­um.

„Eft­ir mikla um­hugs­un hef ég ákveðið að segja mig úr Verka­manna­flokkn­um,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni sem Li­ving­st­one birti á vefsíðu sinni, en flokk­ur­inn hef­ur að und­an­förnu verið sakaður um að ala á gyðinga­andúð. Li­ving­st­one hafn­ar því hins veg­ar al­farið að hann hafi gerst sek­ur um slíkt og kallað van­v­irðingu af þeim sök­um yfir Verka­manna­flokk­inn.

„Ég hef and­styggð á gyðinga­andúð, ég hef bar­ist alla ævi mína gegn henni og mun halda því áfram,“ seg­ir enn­frem­ur í yf­ir­lýs­ing­unni. Li­ving­st­one var rek­inn úr Verka­manna­flokkn­um í kjöl­far þess að hann sagði í út­varpsþætti að stefna nas­ista­for­ingj­ans Ad­olfs Hitlers hafi upp­haf­lega verið að senda alla gyðinga til Ísra­els áður en hann hafi misst vitið og látið myrða sex millj­ón­ir gyðinga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka