Bandaríska dómsmálaráðuneytið mun rannsaka hvort alríkislögreglan (FBI) hafi njósnað um Donald Trump forseta landsins í kosningabaráttunni árið 2016.
Í færslu á Twitter segir Trump að hann vilji fá að vita hvort forveri hans í starfi hafi fyrirskipað njósnir um forsetaframbjóðandann á sínum tíma. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að FBI hafi komið njósnurum fyrir í kosningateymum frambjóðenda í forsetakosningunum árið 2016.
Í tilkynningu frá dómsmálaráðuneytinu kemur fram að ef þetta er rétt verði gripið til viðeigandi aðgerða.
I hereby demand, and will do so officially tomorrow, that the Department of Justice look into whether or not the FBI/DOJ infiltrated or surveilled the Trump Campaign for Political Purposes - and if any such demands or requests were made by people within the Obama Administration!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 20, 2018