Má ekki loka á Twitter-notendur

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

For­seta Banda­ríkj­anna, Don­ald Trump, er óheim­ilt sam­kvæmt lög­um að loka á Twitter-not­end­ur sem eru ósam­mála hon­um. Banda­rísk­ur al­rík­is­dóm­stóll komst að þess­ari niður­stöðu í dag en talið er að dóm­ur­inn geti haft víðtæk áhrif á op­in­bera emb­ætt­is­menn í Banda­ríkj­un­um sem nota sam­fé­lags­miðla.

Fram kem­ur í frétt AFP að dóm­ar­inn Na­omi Reice Buchwald hefði kom­ist að þeirri niður­stöðu að það færi gegn ákvæðum stjórn­ar­skrár Banda­ríkj­anna um tján­ing­ar­frelsi ef Trump lokaði á Twitter-not­end­ur þannig að þeir gætu ekki séð færsl­ur sem hann setti á Twitter-síðu sína og sagt skoðun sína á þeim.

Hóp­ur Twitter-not­enda og stofn­un um tján­ing­ar­frelsi við Col­umb­ia-há­skól­ann höfðaði málið en í máls­höfðun­inni er bent á að Trump noti Twitter meðal ann­ars til þess að koma op­in­ber­um til­kynn­ing­um á fram­færi. Twitter-síða hans sé því op­in­ber vett­vang­ur sem óheim­ilt væri að úti­loka fólk frá vegna stjórn­mála­skoðana.

Þrátt fyr­ir að Trump hefði einnig sitt tján­ing­ar­frelsi gæti hann ekki brotið gegn rétt­ind­um annarra Twitter-not­enda. Buchwald taldi ekki rétt að verða við þeirri ósk að sett yrði lög­bann á að Trump lokaði á Twitter-not­end­ur og lét nægja að láta þess getið að hún ætti von á því að Hvíta húsið færi að niður­stöðu henn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka