Áttu óvæntan fund á hlutlausa svæðinu

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, heilsuðust …
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, heilsuðust innilega er þeir áttu sinn annan fund í dag. AFP

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, áttu óvæntan fund á hlutlausa svæðinu á landamærum ríkjanna í dag að því er BBC  greinir frá.  Er þetta í annað skipti sem þeir Kim og Moon funda en Kóreuríkin reyna nú að blása lífi í fyrirhugaðan leiðtogafund Kim og Donald Trumps Bandaríkjaforseta.

Trump tilkynnti á fimmtudag að hann hefði hætt við fundinn, en dró svo í land með þá yfirlýsingu sína í gær og sagði að vel gæti farið svo að þeir myndu funda.

Í tilkynningu frá forsetaskrifstofu Suður-Kóreu segir að leiðtogarnir hafi rætt saman í um tvær klukkustundir og að þeir hafi skipst þar á skoðunum um það  hvernig skuli innleiða sáttmála milli Kóreuríkjanna.

Þá hafi þeir einnig rætt hvernig tryggja megi að fundur Trumps og Kims fari fram, en frekari upplýsinga um niðurstöðu fundarins sé að vænta á morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert