Harðlega gagnrýndur fyrir nýtt húðflúr

Raheem Sterling á æfingu enska landsliðsins í gær.
Raheem Sterling á æfingu enska landsliðsins í gær. AFP

Enski knatt­spyrnumaður­inn Raheem Sterl­ing hef­ur þurft að verja ákvörðun sína um nýtt húðflúr en hann seg­ir að byssa á hægri fæti hans hafi djúp­stæða merk­ingu og teng­ist föður hans heitn­um.

Hóp­ar sem berj­ast gegn byssu­eign hafa gagn­rýnt sókn­ar­mann­inn sem leik­ur með Manchester City eft­ir að hann deildi mynd þar sem sjá má nýja flúrið; M16 riff­il á fæt­in­um.

Gagn­rýn­end­ur hafa sagt að mynd­in sé „al­gjör­lega óá­sætt­an­leg.“

Sterl­ing hef­ur sjálf­ur sagt að hann muni aldrei snerta skot­vopn eft­ir að faðir hans var skot­inn til bana þegar Sterl­ing var strák­ur.

Lucy Cope, sem stofnaði sam­stök­in „Mæður gegn byss­um“ eft­ir að son­ur henn­ar var myrt­ur árið 2012 seg­ir að Sterl­ing ætti ekki að leika með Englandi á heims­meist­ara­mót­inu í Rússlandi nema hann losi sig við húðflúrið.

„Þetta er ógeðslegt. Sterl­ing ætti að skammst sín. Við krefj­umst þess að hann láti fjar­lægja þetta húðflúr,“ var meðal ann­ars haft eft­ir Cope í ensk­um fjöl­miðlum.

„Ef hann neit­ar því ætti hann ekki að fara með til Rúss­lands,“ bætti hún við.

Sterling útskýrði húðflúrið fyrir fylgjendum sínum á Instagram í gær.
Sterl­ing út­skýrði húðflúrið fyr­ir fylgj­end­um sín­um á In­sta­gram í gær. Ljós­mynd/​Sterl­ing-In­sta­gram
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka