„Myrti“ blaðamaðurinn Babchenko á lífi

00:00
00:00

Rúss­neski blaðamaður­inn Arka­dy Babchen­ko sem fjöl­miðlar höfðu sagt vera lát­inn eft­ir að hafa verið skot­inn á heim­ili sínu í Úkran­íu er á lífi og heils­ast ágæt­lega.

Frá þessu er greint á vef BBC sem seg­ir Babchen­ko hafa komið fram á blaðamanna­fundi sem var sýnd­ur í úkraínska sjón­varp­inu  í dag.

Vasyl Hryt­sak, yf­ir­maður ör­ygg­is­lög­reglu Úkraínu, sagði við þetta tæki­færi að „morðið“ hefði verið sviðsett til að svipta hul­unni af rúss­nesk­um njósn­ur­um.

Eig­in­kona Babchen­kos hafði áður sagt að hann hefði verið skot­inn í bakið á leið frá heim­ili þeirr. Babchen­ko hef­ur m.a. skrifað um rúss­neska herflug­vél sem fórst árið 2016 og hafði áður greint frá morðhót­un­um í kjöl­far um­fjöll­un­ar­inn­ar, en af þeim sök­um flutti hann frá heimalandi sínu Rússlandi til Úkraínu.

Babchen­ko hef­ur lengi vel gagn­rýnt stjórn­völd í Kreml og bauð sig meðal ann­ars fram fyr­ir stjórn­ar­and­stöðuna í kosn­ing­um árið 2012, auk þess sem hann hef­ur gagn­rýnt aðgerðir Rússa í Sýr­landi og aust­ur­hluta Úkraínu.

Í des­em­ber árið 2016 skrifaði hann Face­book-færslu um flug­vél sem brot­lenti í Svarta­hafi. Um borð var kór Rauða hers­ins sem var á leiðinni til Sýr­lands.

Í færsl­unni lýsti Babchen­ko Rússlandi sem árás­araðila og í kjöl­farið bár­ust hon­um morð- og mis­notk­un­ar­hót­an­ir frá rúss­nesk­um stjórn­völd­um og sagðist ekki leng­ur ör­ugg­ur í Rússlandi.

Rússneski blaðamaðurinn Arkady Babchenko er á lífi eftir allt saman.
Rúss­neski blaðamaður­inn Arka­dy Babchen­ko er á lífi eft­ir allt sam­an. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka