Trump og Kardashian funduðu

Kardashian á leið í Hvíta húsið í dag.
Kardashian á leið í Hvíta húsið í dag. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti fundaði með raun­veru­leika­stjörn­unni Kim Kar­dashi­an í Hvíta hús­inu í dag um fang­els­is­mál. Ræddu þau um mögu­lega náðun 63 ára ömmu, Alice Marie John­son, sem afplán­ar lífstíðardóm í fang­elsi í Ala­bama.

Trump sagði á Twitter að fund­ur­inn hafi verið góður. 

Kar­dashi­an er sögð hafa unnið mánuðum sam­an með Ivönku Trump, dótt­ur for­set­ans, og eig­in­manni henn­ar Jared Kus­hner að því að frelsa John­son.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka