Vill að Bandaríkjaher yfirgefi landið

Bashar al-Assad forseti Sýrlands. Mynd úr safni.
Bashar al-Assad forseti Sýrlands. Mynd úr safni. AFP

Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, segir að litlu hefði munað að til beinna átaka milli Bandaríkjanna og Rússa í Sýrlandi nýverið. Þetta kemur fram í viðtali við forsetann í rússneskum sjónvarpsþætti í dag.

Assad er í viðtali við Russia Today og þar sagði hann að hann myndi ná aftur svæðum sem eru undir yfirráðum Sýrlensku lýðræðissveitanna – SDF, en þær eru aðallega skipaðar Kúrdum og njóta stuðnings Bandaríkjanna. Hann segir að Bandaríkjaher ætti að hafa lært af reynslunni í Írak og koma sér úr landi.

Að sögn Assad er ríkisstjórnin að undirbúa viðræður við SDF sem ráða yfir svæðum í Norður- og Austur-Sýrlandi þar sem Bandaríkjaher er með starfsstöðvar. 

Þegar Assad var spurður út í ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, sem líkir Assad við skepnu (Animal Assad) sagði forseti Sýrlands að það sem þú segir er það sem þú ert sjálfur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert